20.6.08

Allt búið?

Þá er allt stuðið búið í bili og maður varla búinn að jafna sig. Þetta var alveg frábært. En ég er strax farin að hlakka til 30 ára afmælisins. Nú væri gaman að fá myndir, stelpur, áður en síðunni verður lokað í bili.

12.6.08

Tíminn flýgur

Nú er nánast komið að stóru stundinni - þetta fer allt að bresta á!
  • Gleðin hefst hjá Bryndísi (Norðurbyggð 1b) laugardaginn 14. júní kl. 18.30 (STUNDVÍSLEGA AÐ SJÁLFSÖGÐU)
  • Við ætlum að byrja á því að fá okkur smá fordrykk
  • Síðan eða um kl. 19.00 fá þeir sem vilja svör við því helsta sem þá fýsir að vita um framtíð sína (ja eða um óorðna tíma) því þá tekur við stutt spádómsstund.
  • Að spádómum loknum ætlum við að fara að huga að föstu fæðunni. Það verður tælenskt yfirbragð á henni og ætlum við hér með að biðja ykkur að hafa haldbærar 1500 krónur í reiðufé til að greiða fyrir hana. Þeir sem vilja mega líka taka með 2 eða 3 hundraðkalla í viðbót vegna kostnaðar í sambandi við kaup á ýmsu s.s. pappadiskum, hnífapörum, glösum o.þ.h. Þetta á nefnilega ekki að vera mjög vistvæn veisla þar sem prestfrúin er að fara að halda stúdentsveislu daginn eftir og við græjum svæðið á no time áður en við yfirgefum það. Hún ætlaði þó ekki að biðja okkur um að skúra (held að hún ætli að semja við æðri máttarvöld um það:) Athugið í sambandi við 1500 krónurnar, þá væri gott ef þið væruð með þetta nokkuð ákkúrat:).
  • Framhaldið ræðst svo bara eftir því sem líða tekur á kvöldið - og ef einhver hefur eitthvað sniðugt upp í erminni þá endilega að hrista það fram úr henni.
Ath. að gos fylgir matnum en annan vökva þurfið þið að bera með ykkur (nema fordrykkinn:)

Vinsamlegast látið mig vita ef þið ætlið ekki að borða með okkur

Hittumst þá á tröppunum hjá Bryndísi kl. 18.30:)
Bestu kveðjur
Anna Stína

10.6.08

Dagskráin framundan

Nú er þetta allt að bresta á - Á heimasíðu árgangsins er bréf frá Fríðu P. þar sem farið er yfir helstu dagskrárliði.
Þið fáið upplýsingar um tímasetningu o.fl. varðandi bekkjarpartý eigi síðar en á fimmtudag.
Þó er vert að geta þess nú að upp kom sú hugmynd að hver bekkur rifji upp eftirminnilegt atvik frá skólaárunum og flytji það sem e.k. skemmtiatriði í óvissuferðinni. Því bið ég ykkur bekkjarsystur góðar að leggja höfuðið í bleyti og grafa í minningasjóðinn. Þetta þurfum við að æfa í bekkjapartíinu! Það gæti orðið spaugilegt:)
Eins langaði mig að minna ykkur á litlu gráu söngbókina sem gefin var út í MA 1983 - eigið þið hana ekki allar einhvers staðar. Endilega hafið hana í dömuveskinu.
Svo er það veðurspáin fyrir herlegheitin - ekki amalegt:
Saturday
Jun 14
Partly CloudyPartly Cloudy

Hi: 16° Lo:

Mostly cloudy skies. High 16C and low 7C. Winds N at 5 to 10 mph.

5%
Sunday
Jun 15
ClearClear

Hi: 17° Lo:

Sunny skies. High 17C and low 8C.

5%
Monday
Jun 16
ClearClear

Hi: 18° Lo:

Sunny skies. High 18C and low 9C.

5%

Ja - hvernig líst ykkur á þetta??

Kær kveðja

2.6.08

Síðustu forvöð

Nú er að duga (ja eða.......)
Ég hefði kannski átt að spara stóru orðin í síðustu færslu :) en þetta fór hratt af stað en hefur svo nánast lognast út af.
Það er aðeins um helmingur þeirra sem voru búnar að skrá sig (óformlega) í óvissuferð búinn að borga - það er reyndar búið að gefa frest til 4. júní en það er nú ekki langt í hann. Þið sem ekki eruð búnar að greiða - skellið ykkur í það hið fyrsta. Það má enginn missa af óvissuferðinni því hún verður án efa ógleymanleg.
Ég sest við tölvuna á morgun og býst þá við að rigni yfir mig meldingum!
Njótið nú lífsins í tilhlökkuninni - nú fer að þetta allt að skella á.

29.5.08

Frábær viðbrögð

Nú eru peningarnir farnir að streyma inn - geri ekki annað en að taka á móti tilkynningum, sem er hið besta mál! Efnahagskreppan ekki farin að segja svo mikð til sín enn að það komi niður á þessu.

28.5.08

Óvissuferðin

Muna:)
Leggja inn 6000 á eftirfarandi reikning fyrir 2. júní:
1145-05-444179 kt.1810633009
Senda kvittun á:
hrafnhildur@alhf.is
annakr10@hotmail.com

ATH. í skýringu greiðslu komi fram nafn, bekkur og kennitala

Verum nú snöggar að þessu stelpur - eins og okkur einum er lagið:)

20.5.08

Partí á prestssetrinu?

Jæja stelpur, ég minnist þess ekki að við höfum verið svona fámálar og hógværar... Enn vantar okkur þak yfir höfuðið á laugardagskvöldið. Eigum við ekki að þjarma að Bryndísi eða réttara sagt þiggja hennar góða boð um að skjóta yfir okkur skjólshúsi?