22.4.08

Frá Önnu Stínu


Nú er hægt að panta sér miða í höllina þann 16. júní, með því að fara inn á þennan hlekk og síðan áfram á síðu Bautans (þetta kostar svolítið en við þurfum nú ekki að horfa í það, (orðnar rosknar og ráðsettar:)). Auðvitað mæta allir í Höllina, sýnum samstöðu því það er okkar útskriftarárgangur sem heldur veisluna og því á okkar allra ábyrgð að vel til takist.

Ætlaði bara svona að segja ykkur frá þessu því ég rakst á þetta í gærkveldi, þ.e. að búið væri að opna pöntunarsíðuna.
Bréfið sem ég sagði frá í síðasta pósti hefur enn ekki borist frá aðalundirbúningsnefndinni í RVK - en þetta hlýtur nú að fara að koma

Þangað til má huga að því að
- æfa sig á að setja magann inn/brjóstin upp (eða bara fá sér svona tilbúin aðhöld sem sjá um þetta)
- liðka brosvöðvana (þeir eru þarna einhvers staðar)
- vekja raddböndin (þ.e. söngböndin)
- koma sér í djammformið (a.m.k. er ég alveg orðin ryðguð í því)
- fá sér a.m.k. 1 glas af sérrí á kvöldin til að maður geti nú a.m.k. þefað af stút án þess að liggja flatur

Það er að mörgu að hyggja og þetta er aðeins byrjunin - verum duglegar að hafa samband okkar á milli stúlkur
Kveðja
Anna Stína

2 comments:

Anonymous said...

Ég tek undir það sem Helga Baldvins segir, ég mæti í allt!

Anonymous said...

Á ekki einhver ykkar bekkjarmyndir sem hægt er að smella hér inn á og skemmta sér yfir. Eða myndir af okkur frá skólaárunum. Ég held að ég hafi ekki einu sinni átt myndavél á þessum árum. En hugsið ykkur hvað við höfum gengið í gegn um miklar breytingar á okkar annars stuttu ævi:) Ég man eftir hvílík bylting það var að eignast RAFMAGNSRITVÉL á menntaskólaárunum:) þvílík tækninýjung!
Anna Stína